Heimasíða Helga Arnars Alfreðssonar
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál

Dagbókin

Stóri skólastrákurinn

25/4/2012

 
Í mars síðastliðnum hóf Halldór skólagönguna. Fékk hann inni í Hilltop skólanum hér í hverfinu okkar. Þetta er mjög fínn skóli, og vildi svo skemmtilega til að hann lenti í bekk með öðrum Íslendingi. Elín Rósa heitir hún og eru þau orðnir góðir vinir og hjálpast að í skólanum. Haustið er farið að lita umhverfið, en ágætis stormur gekk yfir bæinn og rafmagnið fór af stórum hluta nágrennisins vegna þess að tré féllu víða og einstaka á rafmagnslínur. Tókum göngutúra hér um nágrenni bæjarins; kíktum við í Spa Park í Taupo, en þar er að finna heitan jarðhitalæk sem hægt er að baða í. Einnig löbbuðum við um Acacia Bay og fylgdumst með sólsetrinu og bátunum sigla framhjá í blíðviðrinu.
Picture
Halldór og Elín Rósa að leika við Hilltop skólann.

Read More

Austur, vestur, norður

25/4/2012

 
Við fjölskyldan náðum að ferðast nokkuð síðustu vikurnar. Bruce, leiðbeinandi Júlíu skutlaði okkur til Napier, bæjar á austurströndinni. Þar sáum við Kyrrahafið í fyrsta sinn. Skoðuðum sædýrasafnið þar sem hægt var að ganga undir hákarlabúrið. Dagana á eftir lentum við á sjúkrahúsinu í Hamilton þar sem Júlía þurfti að gangast undir læknishendur vegna bólgna í taugakerfinu. Fengum að fara heim og jafna okkur eftir 8 daga á spítalanum, en fórum í smá túr á vesturströndina við Paraparaumu stuttu seinna. Halldóri fannst frábært að leika á ströndinni eftir öll leiðindin á spítalanum, en hann stóð sig eins og hetja og var mjög stilltur. Drengurinn varð svo fimm ára og fékk auðvitað nokkra pakka frá fjölskyldu og vinum og varð mjög glaður. Við feðgarnir bökuðum köku til að fara með á leikskólann.
Skruppum svo um miðjan Mars til Aucklandborgar þar sem við Halldór fengum framlengingu á vegabréfunum hjá ræðismanni Íslands. Það var erfitt að finna skrifstofuna þar sem skjaldarmerki Íslands var rétt ofan ruslatunnu hússins. Enduðum svo í dýragarðinum og skoðuðum mörg framandi dýr, m.a. Kiwi fuglinn, sem er ófleygur og sést sjaldan til hans hér á Nýja Sjálandi.
Picture
Kyrrahafið í fyrsta sinnið augum litið, á ströndinni í Napier.

Read More
    Picture

    Helgi Arnar

    Skagfirðingur

    Archives

    March 2013
    January 2013
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

    Categories

    All
    Nýja Sjáland

    RSS Feed

    Myndirnar á flickr


    _© Helgi Arnar Alfredsson
    Please respect copyright.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál