Heimasíða Helga Arnars Alfreðssonar
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál

Dagbókin

Vætusöm sumarjól

20/1/2012

 
Desember gekk í garð hér á Nýja Sjálandi með seríu hitabeltisstorma. Mánuðurinn byrjaði með látum, þar sem rigndi svo mikið að flóð urðu víða um land. Þá er gott að búa á gígbarmi ofureldfjalls, með nokkurra tuga þykk glopin gjóskujarðlög...
Leikskólinn hans Halldórs tók þátt í jóla-skrúðgöngunni í ár. Fengu þau til liðs við sig flutningabíl sem skreyttur var með All Blacks (rúbbí-landsliðið) þema. Skrúðgangan fór svo fram í miðbænum og auðvitað sást til jólasveinsins.
Við héldum jólin að sjálfsögðu að íslenskum sið, skreyttum jólatré og settum upp jólaljós. Elduðum reykta skinku á aðfangadag, og tókum svo upp pakkana með stórfjölskylduna á línunni. Fórum í jóladagsboð til Bruce Mountain, leiðbeinanda Júlíu þar sem hann bauð okkur ásamt fleiri vinnufélögum til kalkúns.
Áramótin voru mjög blaut, svo ekki var mikið sprengt af flugeldum í ár. Enda kom á daginn að veðrakerfið þetta árið heitir La Ninja, sem eykur tíðni rigningaveðurs hér.
Picture
Allt gert klárt fyrir jólaskrúðgönguna

Read More
    Picture

    Helgi Arnar

    Skagfirðingur

    Archives

    March 2013
    January 2013
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

    Categories

    All
    Nýja Sjáland

    RSS Feed

    Myndirnar á flickr


    _© Helgi Arnar Alfredsson
    Please respect copyright.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál