Í mars síðastliðnum hóf Halldór skólagönguna. Fékk hann inni í Hilltop skólanum hér í hverfinu okkar. Þetta er mjög fínn skóli, og vildi svo skemmtilega til að hann lenti í bekk með öðrum Íslendingi. Elín Rósa heitir hún og eru þau orðnir góðir vinir og hjálpast að í skólanum. Haustið er farið að lita umhverfið, en ágætis stormur gekk yfir bæinn og rafmagnið fór af stórum hluta nágrennisins vegna þess að tré féllu víða og einstaka á rafmagnslínur. Tókum göngutúra hér um nágrenni bæjarins; kíktum við í Spa Park í Taupo, en þar er að finna heitan jarðhitalæk sem hægt er að baða í. Einnig löbbuðum við um Acacia Bay og fylgdumst með sólsetrinu og bátunum sigla framhjá í blíðviðrinu. Comments are closed.
|
Helgi Arnar
Skagfirðingur Archives
March 2013
CategoriesMyndirnar á flickr
_© Helgi Arnar Alfredsson
Please respect copyright. |