Heimasíða Helga Arnars Alfreðssonar
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál

Dagbókin

Stóri skólastrákurinn

25/4/2012

 
Í mars síðastliðnum hóf Halldór skólagönguna. Fékk hann inni í Hilltop skólanum hér í hverfinu okkar. Þetta er mjög fínn skóli, og vildi svo skemmtilega til að hann lenti í bekk með öðrum Íslendingi. Elín Rósa heitir hún og eru þau orðnir góðir vinir og hjálpast að í skólanum. Haustið er farið að lita umhverfið, en ágætis stormur gekk yfir bæinn og rafmagnið fór af stórum hluta nágrennisins vegna þess að tré féllu víða og einstaka á rafmagnslínur. Tókum göngutúra hér um nágrenni bæjarins; kíktum við í Spa Park í Taupo, en þar er að finna heitan jarðhitalæk sem hægt er að baða í. Einnig löbbuðum við um Acacia Bay og fylgdumst með sólsetrinu og bátunum sigla framhjá í blíðviðrinu.
Picture
Halldór og Elín Rósa að leika við Hilltop skólann.
Picture
Halldór að skoða tré sem féll í storminum.
Picture
Keisarafiðrildið sést hér í nýsjálenskum garði.

Comments are closed.
    Picture

    Helgi Arnar

    Skagfirðingur

    Archives

    March 2013
    January 2013
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

    Categories

    All
    Nýja Sjáland

    RSS Feed

    Myndirnar á flickr


    _© Helgi Arnar Alfredsson
    Please respect copyright.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál