Heimasíða Helga Arnars Alfreðssonar
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál

Dagbókin

Janúar

5/2/2012

 
Skin og skúrir einkenndu janúar hjá okkur á Birkistræti í Taupo, bæði tilfinningalega og veðurfarslega. Við reyndum þó að gera það besta úr öllu saman og nýta góðu dagana sem best. Fórum við mikið á strandir Taupo vatns þegar viðraði vel. Við gengum umhverfis Grænsteinsvatn (Rotopounamu) í Tongariro þjóðgarðinum. Ekkert afrennsli er úr vatninu og í rigningunum undanfarið hækkaði mikið í vatninu og því varð megnið af göngutúrnum frekar blautur.
Rúntuðum einn laugardaginn til Rotorua í norðri. Bærinn byggðist upp við jarðhitasvæði og fann maður gamla góða brennisteinsfnykinn í miðbænum. Endaði mánuðurinn svo á óvæntri heimsókn. Halldór litli rak augun í gestinn yfir morgunmatnum, en þá var hann, um tveggja sentímetra langur, sitjandi á einum stólnum við matarborðið. Kakkalakkar, þessi ~300 milljón ára gamla dýrategund er með þeim elstu núlifandi á jörðinni og eru þau gríðarlega lífseig kvikindi. Því hafði ég það ekki í mér að drepa greyið og sleppti því lausu úti.
Picture
Allt á floti. Göngutúrinn umhverfis Grænsteinsvatn.

Read More
    Picture

    Helgi Arnar

    Skagfirðingur

    Archives

    March 2013
    January 2013
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

    Categories

    All
    Nýja Sjáland

    RSS Feed

    Myndirnar á flickr


    _© Helgi Arnar Alfredsson
    Please respect copyright.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál