Við fjölskyldan náðum að ferðast nokkuð síðustu vikurnar. Bruce, leiðbeinandi Júlíu skutlaði okkur til Napier, bæjar á austurströndinni. Þar sáum við Kyrrahafið í fyrsta sinn. Skoðuðum sædýrasafnið þar sem hægt var að ganga undir hákarlabúrið. Dagana á eftir lentum við á sjúkrahúsinu í Hamilton þar sem Júlía þurfti að gangast undir læknishendur vegna bólgna í taugakerfinu. Fengum að fara heim og jafna okkur eftir 8 daga á spítalanum, en fórum í smá túr á vesturströndina við Paraparaumu stuttu seinna. Halldóri fannst frábært að leika á ströndinni eftir öll leiðindin á spítalanum, en hann stóð sig eins og hetja og var mjög stilltur. Drengurinn varð svo fimm ára og fékk auðvitað nokkra pakka frá fjölskyldu og vinum og varð mjög glaður. Við feðgarnir bökuðum köku til að fara með á leikskólann. Skruppum svo um miðjan Mars til Aucklandborgar þar sem við Halldór fengum framlengingu á vegabréfunum hjá ræðismanni Íslands. Það var erfitt að finna skrifstofuna þar sem skjaldarmerki Íslands var rétt ofan ruslatunnu hússins. Enduðum svo í dýragarðinum og skoðuðum mörg framandi dýr, m.a. Kiwi fuglinn, sem er ófleygur og sést sjaldan til hans hér á Nýja Sjálandi. Comments are closed.
|
Helgi Arnar
Skagfirðingur Archives
March 2013
CategoriesMyndirnar á flickr
_© Helgi Arnar Alfredsson
Please respect copyright. |