Við flúðum hluta úr síðasta vetri hér á Nýja Sjálandi og fórum í nokkra vikna heimsókn, heim á Frón. Ekki var það þó vegna veðurs, sem var frekar milt þetta árið. Og þó, fyrir vetrinum finnur maður aðallega innandyra, þar sem húsin eru flest hver illa einangruð hér syðra og því oft á tíðum sami hiti inni og úti. Vöknuðum við oft á morgnana í um 5 gráðum, svo maður varð bara að vera fljótur að gúffa í sig grautinn og fara út í sólina til að hlýja sér!
En Íslandsferðin gekk mjög vel í alla staði, og gott að fá smá frí í faðmi fjölskyldu og vina. Hérna koma nokkrar myndir sem lýsa vel vetrinum á Nýja Sjálandi og sumrinu heima á Fróni á s.l. ári. Margt er líkt með löndunum tveimur, en við fórum til Íslands í byrjun júní á fyrstu dögum vetrar, úr 12°C og rigningu og lentum í Reykjavík í 12°C og skúraveðri. Hér fylgja nokkrar myndir: |
Helgi Arnar
Skagfirðingur Archives
March 2013
CategoriesMyndirnar á flickr
_© Helgi Arnar Alfredsson
Please respect copyright. |