Heimasíða Helga Arnars Alfreðssonar
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál

Dagbókin

Haustveðrið komið

7/3/2012

 
Febrúar var stormasamur og greinilega haustið að ganga í garð hér í Taupo. Veðrið hefur verið mjög sérstakt hér á Norðurey, gengu yfir hitabeltislægðir með skýstrókum við Auckland og smá hvirfilbyl hér í miðbæ Taupo sem olli þó ekki miklum usla. Stórkostleg þrumuveður gengu yfir alla eynna, og fylgdi mikil sýning eldinga hér umhverfis bæinn. Sólin skein þó inn á milli og fengum við Júlía að sjá Tomma og Jenna í aksjóni. Lítil mús kom í heimsókn hér við húsið okkar og gaf Júlía litla greyinu smá ostbita að borða. Kötturinn í kjallaranum, Patches kom svo út í garð og sá músarangann. Eltingarleikurinn stóð ekki lengi yfir og náði kötturinn henni skjótt. Gott miðdegissnakk þar.
Halldór nýtti svo góða veðrið vel inn á milli stormanna og lék sér mikið úti í kring um húsið.
Picture
Þrumuveður í Taupo. Eldingum sló niður allt í kring um vatnið.

Read More
    Picture

    Helgi Arnar

    Skagfirðingur

    Archives

    March 2013
    January 2013
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

    Categories

    All
    Nýja Sjáland

    RSS Feed

    Myndirnar á flickr


    _© Helgi Arnar Alfredsson
    Please respect copyright.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál