Vorið kom hér á NZ í september s.l., með blómum, grænu grasi og fullt af lömbum. Nýttum við hækkandi sól og tókum göngutúra umhverfis Taupo; gengum Mt. Tauhara sem er bæjarfjallið og fórum fyrstu strandferðirnar niður að vatni. Snjórinn bráðnaði óðum af eldfjöllunum í kring um okkur og tókum við rúnt með Elínu Rósu og Ragnari upp á Mt. Ruapehu skíðasvæðið en fjallið er eitt eldfjallanna hinum megin við vatnið. Krakkarnir skemmtu sér konunglega í snjónum enda nóg af brekkum til að renna sér. Skruppum við fjölskyldan svo til Wellington þar sem Júlía tók vinnutörn í Victoriu háskóla, og við feðgarnir skemmtum okkur á meðan. Tókum við sporvagninn upp í Lystigarð borgarinnar sem var mjög flottur. Að sjálfsögðu kíktum við líka upp í dýragarðinn og sáum allskonar kvikindi, allt frá björnum, ljónum og dingo-hundum, til blá mörgæsa, kiwi fugla og markatta. Enduðum við borgarferðina á Safni Nýja Sjálands; Te Papa Tongarewa, sem Íslendingar ættu að taka sér til fyrirmyndar og setja upp heima. Comments are closed.
|
Helgi Arnar
Skagfirðingur Archives
March 2013
CategoriesMyndirnar á flickr
_© Helgi Arnar Alfredsson
Please respect copyright. |