Heimasíða Helga Arnars Alfreðssonar
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál

Dagbókin

Vorið

26/3/2013

 
Vorið kom hér á NZ í september s.l., með blómum, grænu grasi og fullt af lömbum. Nýttum við hækkandi sól og tókum göngutúra umhverfis Taupo; gengum Mt. Tauhara sem er bæjarfjallið og fórum fyrstu strandferðirnar niður að vatni. 
Snjórinn bráðnaði óðum af eldfjöllunum í kring um okkur og tókum við rúnt með Elínu Rósu og Ragnari upp á Mt. Ruapehu skíðasvæðið en fjallið er eitt eldfjallanna hinum megin við vatnið. Krakkarnir skemmtu sér konunglega í snjónum enda nóg af brekkum til að renna sér. 
Skruppum við fjölskyldan svo til Wellington þar sem Júlía tók vinnutörn í Victoriu háskóla, og við feðgarnir skemmtum okkur á meðan. Tókum við sporvagninn upp í Lystigarð borgarinnar sem var mjög flottur. Að sjálfsögðu kíktum við líka upp í dýragarðinn og sáum allskonar kvikindi, allt frá björnum, ljónum og dingo-hundum, til blá mörgæsa, kiwi fugla og markatta. Enduðum við borgarferðina á Safni Nýja Sjálands; Te Papa Tongarewa, sem Íslendingar ættu að taka sér til fyrirmyndar og setja upp heima.

Picture
Göngutúr á Mt. Tauhara (bæjarfjallið hér í Taupo) í vorsólinni.
Picture
Kíkt á ströndina við Taupo vatn.
Picture
Í dýragarðinum í Wellingtonborg var ljónabúr. Halldóri fannst skilaboðin til sín ekki heillandi frá starfsfólkinu.

Comments are closed.
    Picture

    Helgi Arnar

    Skagfirðingur

    Archives

    March 2013
    January 2013
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

    Categories

    All
    Nýja Sjáland

    RSS Feed

    Myndirnar á flickr


    _© Helgi Arnar Alfredsson
    Please respect copyright.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál