Desember gekk í garð hér á Nýja Sjálandi með seríu hitabeltisstorma. Mánuðurinn byrjaði með látum, þar sem rigndi svo mikið að flóð urðu víða um land. Þá er gott að búa á gígbarmi ofureldfjalls, með nokkurra tuga þykk glopin gjóskujarðlög... Leikskólinn hans Halldórs tók þátt í jóla-skrúðgöngunni í ár. Fengu þau til liðs við sig flutningabíl sem skreyttur var með All Blacks (rúbbí-landsliðið) þema. Skrúðgangan fór svo fram í miðbænum og auðvitað sást til jólasveinsins. Við héldum jólin að sjálfsögðu að íslenskum sið, skreyttum jólatré og settum upp jólaljós. Elduðum reykta skinku á aðfangadag, og tókum svo upp pakkana með stórfjölskylduna á línunni. Fórum í jóladagsboð til Bruce Mountain, leiðbeinanda Júlíu þar sem hann bauð okkur ásamt fleiri vinnufélögum til kalkúns. Áramótin voru mjög blaut, svo ekki var mikið sprengt af flugeldum í ár. Enda kom á daginn að veðrakerfið þetta árið heitir La Ninja, sem eykur tíðni rigningaveðurs hér. Comments are closed.
|
Helgi Arnar
Skagfirðingur Archives
March 2013
CategoriesMyndirnar á flickr
_© Helgi Arnar Alfredsson
Please respect copyright. |