Nú þegar við fjölskyldan erum flutt til Nýja Sjálands, þá finnst mér alveg sjálfsagt að halda smá dagbók (eða blogg) um það sem á daga okkar drífur hér undir niðri. En þar sem veraldarvefurinn er uppfullur af blaðri hef ég ákveðið að láta frekar myndir tala mínu máli. Við fluttum til Nýja Sjálands nú í haust. Það hefur tekið okkur drjúgan tíma að koma okkur fyrir og ná áttum, fá landvistarleyfi. Það er náttúrulega ekki eðlilegt að vaka á nóttunni, horfa til sólar í norðri um hádegisbilið, hugsa til jólanna að sumri til og keyra um öfugu megin á veginum. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru á ferðalaginu hingað og dagana eftir í September mánuði: Comments are closed.
|
Helgi Arnar
Skagfirðingur Archives
March 2013
CategoriesMyndirnar á flickr
_© Helgi Arnar Alfredsson
Please respect copyright. |