Febrúar var stormasamur og greinilega haustið að ganga í garð hér í Taupo. Veðrið hefur verið mjög sérstakt hér á Norðurey, gengu yfir hitabeltislægðir með skýstrókum við Auckland og smá hvirfilbyl hér í miðbæ Taupo sem olli þó ekki miklum usla. Stórkostleg þrumuveður gengu yfir alla eynna, og fylgdi mikil sýning eldinga hér umhverfis bæinn. Sólin skein þó inn á milli og fengum við Júlía að sjá Tomma og Jenna í aksjóni. Lítil mús kom í heimsókn hér við húsið okkar og gaf Júlía litla greyinu smá ostbita að borða. Kötturinn í kjallaranum, Patches kom svo út í garð og sá músarangann. Eltingarleikurinn stóð ekki lengi yfir og náði kötturinn henni skjótt. Gott miðdegissnakk þar. Halldór nýtti svo góða veðrið vel inn á milli stormanna og lék sér mikið úti í kring um húsið. Comments are closed.
|
Helgi Arnar
Skagfirðingur Archives
March 2013
CategoriesMyndirnar á flickr
_© Helgi Arnar Alfredsson
Please respect copyright. |