Velkomin í Paradís, voru kveðjurnar sem við fengum frá góðu körlunum í Hjálpræðishernum þegar þeir komu með nokkur húsgögn heim í hlað til okkar nú fyrr í vor. Við erum smátt og smátt að gera okkur grein fyrir því hvað þeir áttu við. Veðrið er orðið fantastisk eins og Austmenn myndu orða það. Upplifðum furðulegan frídag í hinu Breska konungsríki: "Guy Fawkes Night" en fagna menn því kvöldi almennt með flugeldasýningum og bálköstum. Nýttum Nóvember annars vel; dittuðum að grænmetis og jarðaberja plöntunum sem vaxa hratt, elduðum lambakjöt að íslenskum sið og skoðuðum okkur um í náttúrunni. Gengum á Mt. Tauhara (Esju bæjarins) í mánuðinum, ásamt dagsferð að Orakei Korako Geyserland sem endaði svo með baðferð í jarðhita-ána Kerosene Creek, rétt utan Rotorua. Comments are closed.
|
Helgi Arnar
Skagfirðingur Archives
March 2013
CategoriesMyndirnar á flickr
_© Helgi Arnar Alfredsson
Please respect copyright. |