Heimasíða Helga Arnars Alfreðssonar
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál

Dagbókin

Í Paradís

30/11/2011

 
Velkomin í Paradís, voru kveðjurnar sem við fengum frá góðu körlunum í Hjálpræðishernum þegar þeir komu með nokkur húsgögn heim í hlað til okkar nú fyrr í vor. Við erum smátt og smátt að gera okkur grein fyrir því hvað þeir áttu við. Veðrið er orðið fantastisk eins og Austmenn myndu orða það. Upplifðum furðulegan frídag í hinu Breska konungsríki: "Guy Fawkes Night" en fagna menn því kvöldi almennt með flugeldasýningum og bálköstum. Nýttum Nóvember annars vel; dittuðum að grænmetis og jarðaberja plöntunum sem vaxa hratt, elduðum lambakjöt að íslenskum sið og skoðuðum okkur um í náttúrunni. Gengum á Mt. Tauhara (Esju bæjarins) í mánuðinum, ásamt dagsferð að Orakei Korako Geyserland sem endaði svo með baðferð í jarðhita-ána Kerosene Creek, rétt utan Rotorua.
Picture
Flugeldasýning á frídeginum "Guy Fawkes Night" við Taupo
Picture
Júlía að gefa Halldóri "lambahrygg". Halldór skrifaði niður uppskriftina á minnismiða.
Picture
Plönturnar okkar vaxa vel. Farið er að bera á fjölda grænna tómata.
Picture
Halldór var duglegur í fjallgöngunni á Mt. Tauhara við Taupo.
Picture
Júlía og Halldór við útsýnispallinn á Orakei Korako jarðhitasvæðinu.

Comments are closed.
    Picture

    Helgi Arnar

    Skagfirðingur

    Archives

    March 2013
    January 2013
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

    Categories

    All
    Nýja Sjáland

    RSS Feed

    Myndirnar á flickr


    _© Helgi Arnar Alfredsson
    Please respect copyright.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home / Heim
  • CV / Ferilsskrá
  • Publications / Ritskrá
  • Interests / Áhugamál